Hita- og kæliraftar

Loftgæði geta haft mikil áhrif á heilsu okkar allra og því er nauðsynlegt að tryggja góð loftgæði. Rannsóknir hafa sýnt að ýmsa alvarlega sjúkdóma má rekja til óheilnæmis innilofts en þar geta loftskipti, rakastig, hitastig og hinar ýmsu agnir í inniloftinu haft mikil áhrif. Það er því virkilega mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki að huga að loftgæðum í öllum þeim rýmum þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er í leik eða starfi.

Við hjá Gastec ehf bjóðum uppá alhliða lausnir til hitunar og kælingar íbúðarhúsnæðis ,verslanna og þjónustuhúsnæðis. Allar eiga þessar lausnir það sameiginlegt að bæta gæði innilofts en þeir hita- og kæliraftar sem við bjóðum upp á búa yfir sérstökum síum sem sjá um að hreinsa inniloftið og bæta heilnæmi þess. Lausnir þessar geta einskorðast við stök rými en einnig verið heildar lausnir fyrir skrifstofu- og verslanahúsnæði með fjölmörgum rýmum. Einnig er þetta áhugaverður kostur fyrir rými sem hýsa tölvur og annan búnað sem þarfnast öflugrar kælingar.

Kynningabæklingur