Sölu- og þjónustuskilmálar fyrir loft í loft varmadælur
Hér gefur að líta á skilmála fyrir staðlaða uppsetningu loft í loft varmadælu frá Fujitsu fyrir heimili og einkaaðila.
Innifalið í uppsetningu er:
- Allt að 6 tímar í vinnu á verkstað
- Allt að 4m lengd kælimiðils- og raflagna utanáliggjandi á vegg
- Hámarkshæð innihluta 2,5m yfir gólfi
- Veggfesting og gúmmípúðar fyrir útihluta hámarks hæð undir festingu 1,5m yfir sléttum fleti
- Eitt gat í útvegg Ø 45-55mm heildar þykkt að 300mm
- Gangsetning og prófun varmadælu
- Stutt kennsla á notkun fjarstýringar og útlistun á reglubundnu viðhaldi
- Gróf tiltekt á verkstað að verki loknu (kaupandi sér um förgun umbúða)
- Akstur og ferðatími 100km. heild fram og til baka frá afgreiðslustað
Biðtími eftir afgreiðslu getur verið 2-5 vikur og jafnvel lengri eftir aðstæðum og veðurfari
Eins árs ábyrgð er á vinnu og efni við uppsetningar.
Aukakostnaður við uppsetningar á undirstöður aðrar en meðfylgjandi vinkla til festingar á vegg fellur á kaupanda enda sé slíkt gert að hans frumkvæði
Uppsetningaraðili leitast við að ráðleggja kaupanda um staðsetningu inni- og útihluta varmadælunnar endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda.
Þessir skilmálar gilda ef ekki er um annað samið milli aðila.