Um GasTec

Gastec var stofnað árið 2001. Markmið okkar er að þjóna málmiðnaðinum og öðrum atvinnugreinum sem best með gastæki, rafsuðuvélar, plasmaskurðarvélar, slípivörur, öryggisvörur og annan fylgibúnað. Við bættum svo við vörulínuna slípivörum fyrir málningar og réttingaverkstæði árið 2007 þegar Björn gekk til liðs við okkur. Okkur er kappsmál að veita góða þjónustu við val á tækjum og búnaði sem við seljum. Við leggjum mikla áherslu á að þær vörur sem við flytjum inn séu fyrsta flokks hvað viðkemur gæðum og endingu. Við höfum verið leiðandi í að vera með góð verð á tækjum og rekstrarvörum fyrir viðskiptavini okkar. Þekking starfsmanna er víðtæk og við reynum að fylgjast með nýjungum og kynna þær sem best fyrir viðskiptavinum okkar.

Starfsmenn Gastec eru um þessar mundir sex, Þráinn, Hnikarr, Björn, Guðfinnur, Sigurður og Gunnar.

Að velja þá varmadælu sem hentar þínum þörfum getur verið nokkuð vandasamt og því hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur og við setjum saman tilboð sérsniðið að þínum þörfum.

Tölvupóstur: gastec@gastec.is

Símanúmer: 587-7000